Stóri dagurinn þinn!
Sendu okkur línu og fáðu tilboð. Förum yfir dagskrána saman og gerum brúðkaupsdaginn ógleymanlegan!
SÝNISHORN OG MEÐMÆLI
HEIÐDÍS OG ARON
Hörður og Þorsteinn - þvílíkir fagmenn!
Við ákváðum að fjárfesta í brúðkaupsvideotöku fyrir stóra daginn okkar og fengum strákana hjá Beit til að gera það og var það besta ákvörðun sem við höfum tekið. Það er ómetanlegt að geta upplifað þennan fallega dag aftur og aftur, því það er margt sem augað ekki nær að sjá á viðfangsmiklum degi sem þessum.
Gestir okkar höfðu orð á því hvað strákarnir væru flottir og féllu vel inní hópinn svo lítið bæri á þeim. Þeir skiluðu af sér ótrúlega fallegu myndbandi og fengum við líka allt upptekið efni. Við erum þeim ótrúlega þakklát fyrir það.
Takk fyrir okkur!
Heiðdís Hrönn og Aron Ásbjörn
VALDÍS OG ARNAR
Með mikilli gleði vil ég gefa mín meðmæli til Harðar og Þorsteins hjá Beit. Heiðarleg og fagleg þjónusta er eins og ég myndi lýsa þeim.
Við fengum Beit til að sjá um myndbandagerðina á brúðkaupsdeginum okkar. Ég hafði mestar áhyggjur yfir því að ég yrði hrædd við myndavélina en fagmennskan hjá þeim og þægileg heitin voru ótrúleg og til mikillar fyrirmyndar. Við fengum magnað myndband og var passað upp á að allar okkar óskir kæmust á myndbandið. Það er alveg ómetanlegt að eiga slíka stund á mynd og það sem skipti okkur miklu máli líka er að gestir höfðu orð á því hversu frábærir þessir strákar væru.
Okkar mæðmæli eru upp á 11 af 10 mögulegum.
Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir
TINNA OG AUKE
Brúðkaupsmyndbandið var klárlega besta fjárfestingin fyrir brúðkaupið. Hörður var frábær og gerði daginn bara betri ef eitthvað er. Við fundum ekkert fyrir því að hann hafi verið á staðnum þrátt fyrir að hann hafi oft verið örfáum metrum frá okkur.
Maðurinn minn var ekki spenntur fyrir því að fá video þegar við vorum að plana brúðkaupið en eftir á hefði hann alls ekki viljað sleppa því. Það eru svo dýrmætar minningar sem náðust á myndband og gaman að sjá hvað maður er innilega hamingjusamur. Myndir eiga það til að verða uppstilltar en brúðkaupsmyndbandið var svo einlægt og fallegt.
Tinna Lind Hallsdóttir
TARA OG ÁRNI
Mestu snillingar sem við hjónin höfum kynnst!
Þeir tóku upp allan brúðkaupsdaginn okkar og gerðu ótrúlega fallegt myndband af deginum fyrir okkur! Toppmenn frá A til Ö.
Mæli 110% með þeim í hvaða tilefni sem er. Þægilegir, skemmtilegir og algjörir fagmenn :)
Takk kærlega fyrir okkur!